Tilkynning

Stjórn Leiða verkfræðistofu ehf. samþykkti í desember sl. að sameina Bergrisa hugbúnað ehf. og Leiðir. Fyrir sameiningu átti Leiðir öll hlutabréf Bergrisa. Bergrisi var í upphafi stofnaður sem söluaðili fyrir vörur sem Leiðir framleiddi. Þessi sameining er því eingöngu gerð til að einfalda ferla sem vonandi mun sjást í bættri þjónustu í framtíðinni.

Allir samningar Bergrisa eru yfirteknir og þjónustaðir sem fyrr.

Eftir sem áður verður tækniþjónusta, hugbúnaðarþróun, hönnun, framleiðsla og ráðgjöf okkar starfsvettvangur. Sama starfsfólk og sami sími.

Allt mun að öðru leyti vera óbreytt (nema nafnið) og á ekki að raska neinu fyrir viðskiptavini Leiða og Bergrisa.

Einnig var ákveðið um sl. áramót að breyta nafni Leiða og ber það nú nafnið Tæknivit ehf. hér eftir. Framvegis munu Leiðir og Bergrisi nota gömlu kennitölu Leiða og nýja nafnið Tæknivit, þ.e. Tæknivit ehf. kt. 601201-3050. Heimasíðan verður taeknivit.is og netföngin verða x@taeknivit.is (gömlu netföngin verða við lýði a.m.k út mars mánuð).

Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst eða hringið í símann okkar, 568 8600.

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Tæknivits